Borghildur Ingvarsdóttir, Helga Mogensen, Sunna Sigfríðardóttir, Emilía Halldórsdóttir og Kristín Garðarsdóttir verða með aðventu-vinnustofu-popup á laugardag 13-17 að Selhella 13 (við hliðina á Apóteki Hafnarfjarðar).

Helga er skartgripahönnuður með skart unnið ma úr silfri, rekavið og öðrum spennandi efnum, Borghildur endurvinnur leðurjakka, tjöld ofl og vinnur úr því töskur, bækur, svuntur ofl, sem vinnur handunnapúða, kort og málverk. Emilía og Kristín vinna endurvinnslu „project“ saman, þ.e.a.s. saum húfur úr notuðum jökkum og kápum. Þær erum allar með vinnustofu í Hafnarfirði nema Helga, sem er á leiðinni í fjörðinn með sína vinnustofu líka.

Á mynd: Borghildur, Sunna með Sunnu-Dag, Helga og Kristín. Á myndina vantar Emilíu.