Föstudaginn 2. mars, heldur Lionsklúbburinn Ásbjörn sitt árlega bjórkvöld. Þessi viðburður er ein aðalfjáröflun klúbbsins og hefðin hófst fyrir 29 árum, eða þegar bjórinn var leyfður. „Við leggjum áherslu á að halda þetta kvöld á þeim degi sem er næstur 1. mars ár hvert, eða fyrsta föstdag marsmánaðar hvert ár,“ segir Gissur Guðmunsson, einn stjórnenda klúbbsins. 

Myndirnar þrjár eftir Tolla sem boðnar verða upp. 

Á bjórkvöldið koma að meðaltali um 200 gestir og segir Gissur að boðið verði upp á glæsilegt sjávarréttahlaðborð að hætti Madda kokks og fyrsta flokks veisluhöld. Þrjú verk eftir myndlistarmanninn Tolla verði boðin upp og einnig verði happdrætti með óvenju háu vinningshlutfalli. „Mikill fjöldi vinninga, stórir sem smærri, og aukast vinningslíkur með fleiri keyptum miðum. Málefnið er afar gott, eins og allir vita sem hingað koma og þekkja okkar starfsemi. Ágóðinn rennur allur í styrktarsjóð félagins og þaðan til líknarfélaga, segir Gissur. Megináhersla Lionsklúbbsins hefur verið að styðja við heilsugæsluna og eldri borgara.

Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson verður veislustjóri og mun Ingvar Jónsson, hafnfirski sjá um eflandi skemmtiatriði í sínum anda. Borðhald hefst kl. 20 og húsið opnar kl. 19. Miðapantanir í síma 864-3410 (Sævar) og miðaverð er 8000 krónur.

 

Myndir: Olga Björt   Gíssur er lengst til hægri.