Árlegir Menningardagar fóru fram í Áslandsskóla í liðinni viku og þemað að þessu sinni fuglar. Skólinn var fagurlega skreyttur hátt og lágt og mátti auðveldlega sjá að mikil vinna og metnaður lágu að baki vikurnar á undan. 10. bekkur opnaði kaffihús til að fjármagna útskriftarferð sína og buðu upp á girnilegar veitingar, náttúruhljóð og stemningu. 3. bekkur setti upp glæsilega sýningu, Konung ljónanna, og var fullt út úr dyrum. Meðal áhorfenda var bæjarstjórinn og fleiri fulltrúar frá bænum. Fjarðarpósturinn kíkti við og smelltum af meðfylgjandi myndum.

Myndir OBÞ.