Í fyrsta skipti í tvö ár var opið hús í Íshúsi Hafnarfjarðar á Sjómannadag. Þar sýndi listafólk vinnustofur sínar og fjölbreytta hönnun og verk. Að sögn aðstandenda opna hússins kom gríðarlegur fjöldi fólks í heimsókn og vakti það mikla lukku á báða bóga. Stefnt er að því að opna þetta mikla sköpunar- og listaver oftar almenningi yfir árið.

 

Myndir/OBÞ og Íshúsið.