Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðukona Reykjadals, þar sem Styrkarfélag lamaðra og fatlaðara rekur sumar- og helgardvalarstað fyrir fötluð börn og ungmenni, sækist eftir 3.-5. sæti á lista Framsóknar og óháðra fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hún sendi fjölmiðlum. 

Margrét Vala er búsett í Hafnarfirði ásamt fjölskyldu sinni. Margrét Vala telur mikilvægt fyrir sveitarfélög að bæta og auka þjónustu sína við einstaklinga með fötlun.  Einnig sé brýnt að lækka kostnað barnafólks í Hafnarfirði en nýleg samantekt sýndi að Hafnarfjörður er dýrasta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu.

,,Ég hef lengi haft áhuga á því að fara í framboð og hafa áhrif á samfélagið mitt. Ég hef í raun og veru aldrei fundið mér stað í pólitíkinni, en ég finn hljómgrunn með Framsókn og óháðum og hvernig framboðið ætlar að nálgast verkefnið. Nú er það orðið að veruleika, ég er spennt og áhugasöm og býð ég mig þess vegna fram.“