Rekstraraðilar tónlistar- og menningarhússins Bæjarbíós í Hafnarfirði opnuðu sl. föstudag Mathiesen stofu sem er samtengd Bæjarbíói. Bæjarbíó hefur síðustu misseri blómstrað sem tónleikasalur og keppast vinsælustu flytjendur landsins við að koma fram í húsinu og hefur bæði hljómburður og aðstaða í húsinu verið rómuð bæði af leik- og atvinnumönnum í tónlistargeiranum. Fjarðarpósturinn rak inn nefið til að sjá dýrðina. 

Gengið er inn í Mathiesen stofu í gegnum Bæjarbíó.

Birtan inni skapar skemmtilega stemningu.

Svona eru sófarnir í raun á litinn.

Barinn.

Gullveggurinn sem er tileinkaður Björgvini Halldórssyni.

Myndir/OBÞ