Í sumar býður Hafnarfjarðarbær upp á menningar- og heilsugöngur í bænum öll fimmtudagskvöld kl. 20. Flestar göngur taka um klukkustund og hefjast kl. 20 nema annað sé tekið fram, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

Mynd úr safni Hafnarfjarðarbæjar.

Heildardagskrána má sjá hér.

Fimmtudaginn 14. júní kl. 20 – Gamli Hafnarfjörður

Björn Pétursson bæjarminjavörður leiðir göngu um gamla Hafnarfjörð og segir frá fróðlegri og skemmtilegri sögu gömlu byggðarinnar í bænum. Gengið verður frá Pakkhúsinu.