Hlutverk grunnskóla er m.a. lögum samkvæmt að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og
þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi í samvinnu við heimilin. Það er mikilvægt fyrir okkur sem
samfélag að leggjast á eitt til að sjá til þess að skólar verði hornsteinn jöfnuðar í samfélaginu.
Við foreldrar eigum að láta okkur það varða hvernig staðið er að umgjörð grunnskóla og
menntun barna okkar. Gefum okkur tíma til að hafa skoðun, fylgjast með og leggja okkar að
mörkum til þess að sú menntun sem börnin okkar fá úr grunnskóla verði sterk undirstaða fyrir
það sem þau takast á við síðar í lífinu.

Við í VG viljum tryggja að öll börn eigi jafna möguleika til farsællar skólagöngu. Það ætlum
við að gera m.a með því auka stuðningsþjónustu við börn í leik- og grunnskólum og sér í lagi
móðurmálskennslu og íslenskukennslu barna sem eru með annað móðurmál en íslensku.
Við ætlum að efla læsi meðal barna og veita þeim sem þurfa aðstoð við heimanám innan
skólanna. Við viljum fá sálfræðinga, iðjuþjálfa og hjúkrunarfræðinga í fullt starf í alla
grunnskóla og síðast en ekki síst þá viljum við bæta starfskjör og starfsumhverfi kennara sem
eru mikilvægasti þátturinnn í menntun nemenda.

Gerum betur – kjósum VG
Kristrún Birgisdóttir, 3. Sæti