Vegfarandi á kaflanum frá álverinu í Straumsvík og að tvöföldun Reykjanesbrautar við Hvassahraun náði með naumindum að bjarga eigin lífi og barna sinna, seinni partinn í dag, með því að aka út í kant þegar ökumaður sem á móti kom sýndi vítavert aksturslag. Sjá meðfylgjandi myndband. 

Vegfarandinn birti myndbandið inni á Facebook síðunni Stopp hingað og ekki lengra  þar sem m.a. er þrýst á stjórnvöld að tvöfalda Reykjanesbrautina alla leið.

Þetta er annað myndbandið á skömmum tíma sem næst af víðaverðum akstri á þessum kafla, en fyrra myndbandið náði saltbíll á leiðinni norður Reykjanesbraut. Þá mátti engu muna heldur.