Bóka- og bíóhátíð barnanna fór fram undanfarna viku og var ýmislegt skemmtilegt í boði og fjölskyldur voru duglegar að mæta á viðburðina. M.a. var boðið upp á bíósýningu á Jóni Oddi og Jóni Bjarna, enda hátíðin tileinkuð Guðrúnu Helgadóttur rithöfundi. Þá skoruðu Fálkarnir úr Víti í Vestmannaeyjum á FH og Hauka í vítakeppni, boðið var upp á sögugöngu um sögusvið bóka Guðrúnar Helgadóttur og teikni- og textasmiðju í Hafnarborg. Við kíktum við á nokkrum stöðum og smelltum af myndum.

Lóa Hjálmtýsdóttir.

Feður komu sér makindalega fyrir og skeggræddu á meðan.

Yngsti þátttakandinn.

Einbeitingin leyndi sér ekki.

Stórefnilegir teiknarar!

Batman sjálfur.

Einar Bárðarson, samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar, stýrði vítakeppninni.

Það mátti sjá alveg mögnuð tilþrif.

Líka hjá Fálkunum.

Feður voru fengnir í hlutverk vítavarða – og myndatökumanna.

Og svo fengu allir eiginhandaáritanir á veggspjöldum.

Leifur Helgason leiddi sögugönguna.