Fyrsta skóflustungan var tekin að byggingu níuna grunnskóla Hafnarfjarðar, Skarðshlíðarskóla, í sl. viku. Hafnarfjarðarbær og Eykt höfðu áður skrifað undir samning um hönnun og byggingu á skólanum, verki sem auglýst var í alútboði á vormánuðum.

skarðshlíð

Fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar, Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar og Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs, ásamt elsta og yngsta nemenda við skólann, þeim Alexander Dýra Eyjólfssyni og Kristbjörgu Evu Arnarsdóttur. 

Fyrsta áfanga uppbyggingar á að vera lokið 6. júlí 2018 og mun þá grunnskóli í Skarðshlíð flytja í húsnæðið eða nemendur í 1-4.bekk sem hefja skólagöngu sína í safnaðarheimili Ástjarnarsóknar nú haustið 2017.

IMG_4057

Fulltrúar nemenda fengu að prófa tryllitækið sem mun sjá um að grisja svæðið. 

Skólinn samanstendur af húsnæði fyrir 2ja hliðstæðu grunnskóla um 6.800 m2, tónlistarskóla um 480 m2, leikskóla um 760 mog íþróttahús um 870 m2, samtals um 8.910 m2. Eykt mun hefja framkvæmdir við skólann nú í ágúst og mun uppbygging eiga sér stað í þremur áföngum. Fullnaðarverklok eru 15.júní 2020 og er samningsfjárhæðin í heild kr. 3.979.077.263.-

IMG_4058

IMG_4025

Fullbyggt húsnæði árið 2020

15. júní 2019 á húsnæði fyrir leikskóla að vera fullbúið og áframhaldandi uppbygging húsnæðis fyrir grunnskóla. Þann 15.júní 2020 á húsnæðið að vera fullbyggt og þar með talið grunnskóli, tónlistarskóli og íþróttahús við skólann. Byggingarnar verða hannaðar samkvæmt hugmyndafræði algildrar hönnunar. Í því felst að hanna góðar lausnir með jafnrétti og vellíðan alls fólks í fyrirrúmi. Myndir sem fylgja eru af ytri hönnun skólans.

IMG_4053

Tilvonandi nemendur langaði auðvitað líka að prófa gröfuna en fengu í staðinn að vera saman á mynd við skófluna. 

 

Myndir: Olga Björt.