Tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson hlaut útnefninguna bæjarlistarmaður Hafnarfjarðar árið 2018 við hátíðlega athöfn í Hafnarborg á síðasta degi vetrar. Í ræðu sem Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, kom m.a. fram hversu sterkar rætur Björgvin hefur ætíð haft í Hafnarfirði og hann hafi í tímans rás verið duglegur að minnast á upprunann. Í þakkarræðu sinni sagði Björgvin að núna væri hann búinn að meika það! 

Björgvin Halldórsson þarf vart að kynna, en hann hefur skemmt kynslóðum og framleitt tónlistarefni í yfir 50 ár. Hann hefur gefið út um 30 plötur, auk miklu fleiri sem hann hefur komið að á einn eða annan hátt. Björgvin bættist fyrir skömmu í hóp „heldri borgara“, þegar hann varð 67 ára. Nánar verður fjallað um þennan viðburð í næsta tölublaði Fjarðarpóstsins, auk viðtals við bæjarlistamanninn sjálfan á næstunni. Meðfylgjandi myndir voru teknar á viðburðinum.

Bæjarlistamaðurinn hlýðir á lofræðu Rósu Guðbjartsdóttur.

Félagar úr Lúðrasveit Hafnarfjarðar léku hátíðleg lög.

Fjölmennt og góðmennt var í Hafnarborg.

Kristín Thoroddssen setti hátíðina.

Rósa Guðbjartsdóttir afhendir Björgvini blómvönd og heiðursskjal.

Rósa og Björgvin. 

Bæjarlistamaðurinn Björgvin heldur þakkarræðu.
Myndir Olga Björt.