Áhugafólk um betri bæ vinnur nú að undirbúningi nýs framboðs í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Hópurinn kemur úr ýmsum áttum, með fjölbreytta reynslu og þekkingu, sum úr bæjarmálunum og önnur annars staðar frá. Stærsti samnefnarinn er brennandi áhugi á öflugu samfélagi og að gera góðan bæ enn betri.

Framboðið er ótengt hefðbundnum stjórnmálaflokkum og verður vettvangur fyrir fólk sem vill hafa jákvæð áhrif á nærumhverfið sitt.

Hluti hópsins hefur starfað í meirihluta bæjarstjórnar á yfirstandandi kjörtímabili og lagt sitt af mörkum í endurreisn fjárhags bæjarins og fjölbreyttum úrbótum í þjónustu og bæjarlífi. Þar má nefna aukinn stuðning við frístundir barna, heilsueflingu fyrir eldri borgara, samþættingu félags- og fræðslumála, breytingar á Dvergsreit, kaup á St. Jósefsspítala, fjölgun félagslegra íbúða, tónlistarskóla á Völlum í nýjum Skarðshlíðarskóla, hækkuð framlög til menningarmála og fleira og fleira.

Undirbúningshópurinn býður allt áhugafólk um betri bæ velkomið til samtals og þátttöku í framboðinu með því að setja sig í samband við eitthvert undirritaðra:

Guðlaug S Kristjánsdóttir
Einar Birkir Einarsson
Helga Björg Arnardóttir
Hulda Sólveig Jóhannsdóttir
Hörður Svavarsson
Karólína Helga Símonardóttir
Sigurður P. Sigmundsson

Á myndinni er hluti undirbúningshópsins (vantar Hörð og Karólínu)
Fá vinstri eru Sigurður, Guðlaug, Einar Birkir, Helga Björg og Hulda Sólveig.