Félag stjúpfjölskyldna í samstarfi við Fræðsluráð Hafnarfjarðar býður upp á erindið „Sterkari stjúpfjölskyldur – helstu áskoranir“ þann 16. nóvember frá kl. 17 til 19.00 í Víðistaðaskóla, Hafnarfirði. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Skráning er hafin á stjuptengsl@stjuptengsl.is

Stjúpfjölskyldur, þar sem annar eða báðir aðilar sem til hennar stofna eiga barn/börn úr öðrum samböndum, eru algengar hér á landi. Rannsóknir benda til að þær eiga margt sameiginlegt þrátt fyrir margbreytileika þeirra.

Farið verður yfir helstu áskoranir stjúpfjölskyldna og hvernig megi takast á við þær. Erindið er öllum opið og hentar foreldrum, stjúpforeldrum, stjúp/ömmum og öfum, frænkum, frændum, vinum, ungmennum í stjúpfjölskyldum sem og fagfólki.

Félagið er jafnframt með ókeypis símaráðgjöf á miðvikudögum milli kl. 17.30 til 19.00 í síma 8377737, formaður er síma 6929101.

Leiðbeinandi er Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi, MA – formaður Félags Stjúpfjölskyldna

Hér má finna viðburðinn á Facebook.