Nýr og glæsilegur íþróttasalur Hauka var vígður á Ásvöllum í liðinni viku, á 87. afmælisdegi félagsins. Fjöldi manns var saman kominn til að fagna þessum tímamótum, en þetta er fyrsti sérhannaði körfuboltasalur á landinu og er nefndur eftir Ólafi heitnum Rafnssyni, hinum mikla og merka Haukamanni sem lést fyrir aldur fram fyrir 5 árum.

Viðburðinum stjórnaði Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hauka og til máls tóku m.a. vinir Ólafs heitins og ekkja hans, Gerður Guðjónsdóttir sem einnig færði félaginu eina milljón króna úr minningasjóði Ólafs. Fulltrúar S.Þ. verktaka afhentu Rósu Guðbjartsdóttur, formanni bæjarráðs, lykil að húsinu sem færði síðan lyklavöldin yfir til Samúels Guðmundssonar, formanns Hauka hann. Kjartan Jónsson, sóknarprestur í Átjarnarkirkju, blessaði salinn og fulltrúar ÍSÍ og KKÍ afhentu skildi sem verður komið fyrir á vegg við hlið minningakassa á 2. hæð.

Salurinn er hinn glæsilegasti, þótt enn eigi eftir að fullklára hann.

Fulltrúar ÍSÍ og KKÍ ásamt formanni Hauka.

Rósa afhendir Samúel lyklavöldin.

Helgi Már Halldórsson, arkitekt hússins ásamt afastrák sínum Birki Má Andrasyni.

Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH.

Séra Kjartan Jónsson, sóknarprestur í Ástjarnarkirkju, blessaði salinn.

Gerður Guðjónsdóttir, ekkja Ólafs Rafnssonar, hélt tilfinningaríka og hlýja ræðu.

Kærir vinir Ólafs heitins tóku til máls og minntust hans.

Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Samúel Guðmundsson formaður Hauka, eftir undirritun.

87 rósa vöndur, ein fyrir hvert afmælisár, gjöf frá S. Þ. verktökum.

Myndir OBÞ