Hafnfirðingurinn Óskar Pétursson varð í dag Íslandsmeistari í 6 greinum og í 2. sæti í 5 greinum á Íslandsmóti í töfrateningum sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík um helgina. 

Tveggja daga Íslandsmóti í töfrateningnum lauk í Háskólanum í Reykjavík í dag þar sem 50 keppendur frá 11 löndum kepptu í hinum ýmsu greinum. Ásamt vini sínum, Rúnari Gauta Gunnarssyni, bætti Óskar öll Íslandsmet sem til voru í greinunum og settu þeir félagarnir þar með ný viðmið í kubbasamfélaginu hér á landi. Óskar er 15 ára og var að klára 9. bekk í Lækjarskóla. Annar Hafnfirðingur, Hróar Hrólfsson, náði 4. sæti í liðnum 3x3x3.

Óskar leysir eina af þrautunum.

Óskar til vinstri ásamt Þýskalandsmeistaranum Philipp Weyer og Rúnari Gauta.

Forsíðumyndin af fulltrúum Hafnfirðinga í keppninni, frá vinstri: Sigurður Sindri Hallgrímsson, Gerardas Slapikas, Hróar Hrólfsson og Íslandsmeistarinn Óskar Pétursson.

Myndir/Pétur Óskarsson.