Reykjanesbraut, á milli Suðurnesja og Hafnarfjarðar, hefur verið lokað vegna umferðarslyss á vegarkaflanum þar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Átta bíla árekst­ur varð á Reykja­nes­braut um þrjú­leytið í dag og búið er að loka veg­in­um á milli Suður­nesja og Hafn­ar­fjarðar í báðar átt­ir, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu. Árekst­ur­inn átti sér stað við af­leggj­ar­ann að Vog­um á Vatns­leysu­strönd. Lít­il slys urðu á fólki.

Af­taka­veður er á Reykja­nes­braut­inni, fljúg­andi hálka, ekk­ert skyggni og hávaðarok.

Lögreglan hefur ítrekað hvatt fólk til að halda sig heima við á meðan óveðrið gengur yfir. Töluvert er að gera hjá henni vegna veðurútkalla og minnt eru vegfarendur minntir á að virða lokanir og að skoða vef Vegagerðarinnar áður en lagt er af stað.

Mynd: frá störfum lögreglunnar á síðasta sólarhring.