Róbert Ísak Jónsson, Firði, varð í nótt heimsmeistari í 200 metra fjórsundi á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi sem nú stendur yfir í Mexíkó.
 
Róbert Ísak háði harða baráttu við Cho Wonsang frá Suður-Kóreu en þeir keppa í flokki S14. Wonsang var með forystu eftir flug,- bak- og bringusundskaflan en Róbert náði honum á síðasta snúningi og stakk af í skriðsundinu og vann að lokum glæstan sigur.  Róbert Ísak kom í mark á 2:19,24 mínútum en þetta eru önnur verðlaun hans á mótinu því hann nældi einnig í silfurverðlaun á fyrsta keppnisdegi HM í Mexíkó.

Mynd: ÍF