Sjálfstæðisflokkur og Framsókn og óháðir ætla að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Þetta staðfestir Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, í samtali við fréttastofu RÚV.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm menn kjörna í sveitastjórnarkosningunum á laugardag og Framsókn og óháðir einn. Þetta var í fyrsta skipti í 20 ár sem Framsókn fékk mann kjörinn í bæjarstjórn í Hafnarfirði.

Eins og fram kemur í frétt RÚV hefur Rósa fundað með oddvitum allra flokkanna sem náðu kjöri eftir kosningarnar og segir hún hún hafi fundið fyrir mestri málefnalegri samstöðu með Framsókn og óháðum og þeim einstaklingur sem þar eru.  Ágúst Bjarni Garðarsson er oddviti Framsóknar og óháðra í Hafnarfirði.

Mynd: OBÞ