Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar hélt sína árlegu Lotto Open danskeppni í Íþróttahúsi Hafnarfjarðar við Strandgötu um þarsíðustu helgi fyrir troðfullu húsi. Gríðaleg stemmning var frá morgni til kvölds og tóku rúmlega 100 danspör þátt í keppninni. Sjö alþjóðlegir dómarar dæmdu keppnina.

Það sem einkennir þessa danskeppni frá öðrum mótum á Íslandi er til að mynda liðakeppni sem haldin er á milli dansskóla og tóku fimm lið þátt í keppninni í ár og það var DÍH sem vann keppnina. Einnig eru valin Lottó pör í lok dags og fá þau farandbikara og gjafir, en það eru eitt par sem dansar með grunnaðferð og annað sem dansar með frjálsri aðferð. Þetta eru pörin sem fá flesta ása frá dómurunum. Lottó danspörin að þessu sinni komu frá Dansdeild HK.

Einnig var haldin á sunnudeginum Kombi danskeppni þar sem dansaðar voru báðar dansgreinar Standard og Latin og voru gefin verðlaun fyrir samanlagðan árangur úr báðum greinum.

Fjarðarpósturinn fékk sendar meðfylgjandi myndir frá keppninni.

Auður Haraldsdóttir framkvæmdastjóri keppninnar ásamt Þórði R. Ragnarssyni.

Lottopörin 2017 í dansi með grunnaðferð og frjálsri aðferð.

Sigurliðið 2017.