PaunkholmTónlistarmaðurinn Franz Gunnarsson gaf nýverið út vínylplötuna Kaflaskil og nýtti m.a. liðsinnis Hafnfirðingsins og söngkonunnar Bryndísar Ásmundsdóttur við gerð verksins. Þá sá Hafþór í Dallas Studios hér í bæ um hljóðblöndun.

Franz flutti til Hafnarfjarðar í miðju bankahruni og opnaði sportbar í Trönuhrauni. Þar var boðið upp á tónleika og ýmislegt fleira skemmtilegt. „FH mafían hafði sitt aðsetur þar um tíma og ég kynntist fullt af góðu fólki. Ég bjó við Hellisgerði (í Hellisgötu) og átti margar ljúfar stundir þar og samdi ég meðal annars lagið Nýr dagur í Hellisgerði.“ Franz valdi að vinna með Hafþóri og Dallas studios í Hafnarfirði því hann þekki Haffa og hans vönduðu vinnubrögð vel. „Við höfum oft unnið saman í gegnum tíðina og hann er einstaklega ljúf mannvera og klár í sínu fagi. Dallas studios er í sama húsnæði og Hljóðriti en þar hef ég einnig unnið áður og hef ég því sterkar taugar fyrir þessum merka stað sem er einskonar „Abbey Road“ okkar Íslendinga.“

Þá segir Franz að hann og Bryndís séu æskuvinir og vinni saman reglulega í Búðabandinu sem þau hafa starfrækt í 20 ár. „Lagið sem Bryndís syngur var partur af leiksýningu sem við vorum hluti af í Borgarleikhúsinu. Lagið var aldrei gefið út og mér hefur alltaf fundist vanta hana Bryndísi í svona förstu formu eins og á vínyl plötu eins og ég er að gefa út og því bauð ég henni að vera með. Lagið er það sama en ég bjó til nýjan texta um aumingjasnót sem Bryndís túlkar alveg einstaklega vel.“

Screen Shot 2017-06-25 at 11.39.54

 

Efni plötunnar, ásamt tónlistarfólki. 

Forsíðumynd: Magnús Helgason.