Setbergsskóli hafði betur en Víðistaðaskóli í úrslitakeppni Spurningakeppni grunnskólanna, Veistu svarið?, sem fram fór í Bæjarbíó á síðasta degi febrúar.

Hið nýja og reynslulitla lið Víðistaðaskóla átti afar góðan byrjun og spretti inni á milli, en lið Setbergsskóla náði yfirhöndinni og sigraði af öryggi með 31 stigi gegn 23. Fyrir hönd Setbergsskóla kepptu Eiríkur Kúld Viktorsson, Svanberg Addi Stefánsson og Eydís Lilja Guðlaugsdóttir. Lið Víðistaðaskóla var skipað þeim Áróru Friðriksdóttur, Guðmundi Pétri Dungal Níelssyni og Þorfinni Ara Hermanni Baldvinssyni. Kynnir og spyrill var Árni Stefán Guðjónsson og stigaverðir voru þeir Andrés Þór Þorvarðarson og Magnús Freyr Eyjólfsson.

Verðlaunagripnum lyft upp og hann skoðaður í þaula. 

Lið Víðistaðaskóla sem stóð sig með prýðum. 

 

 

Myndir OBÞ