Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti samhljóða bókun í gær um skilyrði fyrir fjárveitingum til íþróttafélaga og þeirra sem bjóða upp á tómstundariðkun fyrir börn og unglinga. Meðal þeirra skilyrða er að félögin setji sér siðareglur, geri viðbragðsáætlanir og fræði sitt fólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi.

Þau skilyrði eru einnig sett að félögin stofni óháð fagráð sem tekur á móti kvörtunum og ábendingum frá iðkendum. Þeim félögum sem fá styrki frá Hafnarfjarðarbæ eða gera samninga við bæjarfélagið verður gert að sýna fram á að farið sé eftir jafnréttislögum í starfinu og að aðgerðaráætlun sé skýr.

„Hafi félag ekki gert jafnréttisáætlun með aðgerðaráætlun skal það gert. Hafnarfjarðarbær hefur eftirlit með því að fyrrgreind atriði séu uppfyllt og fjárveitingar skilyrðast við,“ segir í bókuninni.

Mynd: FP