Leikskólinn Norðurberg fékk, á 110 ára afmælisdegi Hafnarfjarðar, afhendan sinn 8. Grænfána, fyrstur leikskóla á Íslandi. Sérstakt umhverfisráð barna við leikskólann tók á móti viðurkenningunni frá fulltrúa Landverndar.

Það var einmuna blíða og sól þegar leikskólabörn, forráðamenn þeirra og aðrir gestir fjölmenntu í Norðurberg og unhverfi hans sl. föstudag. Skólinn hafði víða verið skreyttur og mátti greina áhrif frá starfi hans okkar í vetur tengdu umhverfisvernd og matarsóun. Það tóku nefnilega allir jafnan þátt í verkefninu; foreldrar, börn og starfsfólk. Grænfánaafhendingin var því n.k. uppskeruhátíð. Skólastjórinn Anna Borg Harðardóttir hélt hátíðarræðu og útskriftarnemar sungu nokkur falleg lög.

Því næst afhenti Margrét Hugadóttir frá Landvernd nýjan og fallegan fána, en sá gamli og sjöundi var farinn að láta á sjá. Fékk hún viðstadda einnig með í smá gjörning í anda Landverndar. Elstu börn leikskólans, sem höfðu setið umhverfisráðsfundi, tóku við fánanum og hjálpuðu til við að flagga honum. Foreldrafélagið gaf leikskólanum tré að gjöf í tilefni dagsins og var því plantað við „ráðherralund“ á lóð leikskólans.

Gamli fáninn var orðinn ansi veðraður. Allt annað að sjá þann nýja!

Myndir: Olga Björt