Nú fer að styttast í lok myndasýningar Karels Ingvars Karelssonar í menningarsal Hrafnistu hér í bæ, en henni lýkur 21. þessa mánaðar. Þar er um að ræða myndir af öllum sem heiðraðir hafa verið á sjómannadaginn í Hafnafirði frá upphafi, ásamt nöfnum þeirra. 

Sýningin hefur hefur vakið heilmikla eftirtekt og ánægju enda eru margir tengdir því ágæta fólki sem prýðir myndirnar. Fjarðarpósturinn heyrði í Karel, sem verið hefur í undirbúningsnefnd sjómannadagshátíðarinnar áratugum saman. Hann vildi láta vita að sýningunni lýkur fljótlega, ef einhverjir skyldu vilja njóta hennar áður.

Á forsíðumynd eru þeir aðilar sem heiðraðir voru í ár. Halldór Árni Sveinsson tók þá mynd, eins og ansi margar aðrar á sýningunni.