Í ágústmánuði verða síðustu menningar- og heilsugöngurnar gengnar en þær hafa verið í boði öll fimmtudagskvöld kl. 20:00. Menningar- og heilsugöngurnar eru samstarfsverkefni Hafnarborgar, Byggðasafnsins og heilsubærinn Hafnarfjörður. Flestar göngur taka um klukkustund og hefjast kl. 20:00 nema annað sé tekið fram, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

2. ágúst – Höggmyndagarðurinn á Víðistaðatúni
Ágústa Kristófersdóttir leiðir göngu um höggmyndagarðinn. Gengið frá Víðistaðakirkju

9. ágúst (kl. 18:00) – Selvogsganga 2-3 klst.
Einar Skúlason höfundur Wappsins leiðir göngu um hluta af gömlu Selvogsleiðinni sem lá á milli Hafnarfjarðar og Selvogs. Safnast verður saman í rútu við Kaldársel sem flytur þátttakendur á upphafsstað göngunnar

16. ágúst – Núvitund við Hvaleyrarvatn
Bryndís Jóna Jónsdóttir frá Núvitundarsetrinu leiðir í núvitund um Hvaleyrarvatn. Gengið frá bílastæðinu vestan megin við vatnið

23. ágúst – Vesturbærinn
Söguganga um vesturbæinn í boði Byggðasafnsins. Gengið frá Pakkhúsinu

Menningar- og heilsugöngurnar eru samstarfsverkefni Hafnarborgar, Byggðasafnsins og heilsubærinn Hafnarfjörður.