Dagana 22. – 29. september er Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskólans í tónleikaferð í vinabæ Hafnarfjarðar, Cuxhaven í Þýskalandi. Hljómsveitin hittir þar fyrir hljómsveitina Amandus sem kom í heimsókn til Hafnarfjarðar í fyrra vor. Alls eru um 30 nemendur í hvorri sveit á aldrinum 13 – 23 ára.

Saman vinna þessar hljómsveitir að verkefni sem kalla má „ Hljómur náttúrunnar í nýju samhengi við þjóðlög“. Hljómsveitunum verður skipt upp í minni hópa sem fara út í náttúruna til að upplifa ýmis hljóð eins og sjávarnið, vindgnauð, fuglasöng o.fl. Hljóðfæraleikararnir túlka síðan þessi hljóð með hljóðfærunum sínum um leið og lesin verða ljóð frá Íslandi og Þýskalandi. Saman verða síðan leikin þjóðlög frá báðum löndum á fjölmörgum tónleikum sem verða haldnir í ferðinni til Cuxhaven.

Myndirnar eru í eigu hópsins.