FH-ingar komust í kvöld í úrslit Íslandsmóts karla í handbolta annað árið í röð eftir sigur á Selfossi í oddaleik á Selfossi. Leiknum lauk 28-26 fyrir FH sem mætir ÍBV í úrslitum. Úrslitaeinvígið hefst á laugardag í Vestmannaeyjum.

Á eldi

Er ekki rétt að loka umfjöllun um sögulega seríu við Selfoss með fögnuði að hætti hússins. #viðerumFH

Posted by FH Handbolti on 10. maí 2018

 

Meðfylgjandi myndir tók Jóhannes Long tók og voru birtar á Facebook síðu FH handbolta.