Ingólfur Grétarsson ber ýmis nöfn á samfélagsmiðlum, svo sem Salam, Ismi og Ingólfur Grétarsson og/eða goisportrond á Snapchat. Hann vill byrja á því að þakka Starkapet fyrir áskorunina. Gói Sportrönd er snappari vikunnar.

Fyrir ykkur loserana sem eru ekki að fylgja mér, hér er smá kynning: Ég er 23 ára, fæddur 1994, og hef búið í hafnarfirði síðan ég man eftir mér. Ég var í Hvaleyrarskóla, kláraði svo í Hraunvallaskóla. Byrjaði síðan að skíta á mig í Flensborg í 5 ár, var allt of lengi, fór síðan í Tækniskólann, þar sem ég lærði grafíska miðlun. Ég starfa nú sem grafískur miðill á Fréttablaðinu eða umbrotsmaður er víst starfstitilinn.

Ég hef alltaf samhliða vinnu/skóla gert svona illa nett og fyndin video, á youtube, instagram og núna snapchat. Það eru líklegast tvö ár síðan ég byrjaði að gera video á instagram bara mér til gamans. Var mikið að vinna með svona stutta grín sketcha og líka fáránlega þétt djamm myndbönd. Síðan byrjaði ég á Snapchat. Það var ekki fyrr en ég kynnist kærustunni minni Tinnu (tinnabk), hún er eldurinn minn og hjartað mitt, hún gefur ekkert eftir hún er eins og blóm… allavega…hún gaf instagraminu mínu svo kallað SHOUTOUT. Í kjölfarið byrjuðum við að spjalla á snapchat og hún „peppaði“ mig í að byrja að snappa, og það gerði ég.

Ég byrjaði að snappa af alvöru i kringum áramótin 2016 og hef bara ekki hætt. En sem snappari þá sökka ég, ömurlegur að halda svokölluðu tempói í sögunni og síðan geri ég líka óþæginlega langar sögur og er líka með frekar lélegan persónuleika. Ég geri aðallega grín á Snapchat og auglýsi sjúklega mikið. Síðan er ég mjög oft með svona „realtalks“ þegar eitthvað liggur mér að hjarta; sjúklega sjálfhverfur og ímyndunarveikur. En ég held að það sé grínið sem heldur fólkinu við efnið.

SHOUTOUT Á lordluxus, tinnabk, tryggvu, dalla17, Aron elí, Arnar snæ, Ingvar, Úlfar, Atla rafn, Bendóver og ishaboy/JHJALT. Ég skora á Tinnu Þorradóttur i næsta svona snap dæmi vikunar! 

Myndir: Ingólfur sjálfur.  

Svarthvít mynd: Hlynur Andrason.