Árið 1966 flutti ég til Hafnarfjarðar. Frá þeim tíma hef ég haft gaman af að fylgjast með uppbyggingu bæjarins. Árið 1969 byrjaði Norðurbærinn að byggjast upp. Verktakar, stórir sem smáir og einstaklingar fengu lóðir og uppbygging svæðisins gekk hratt og vel fyrir sig. Ég man ekki eftir því að við byggingu Norðurbæjarins hafi þurft að margbreyta deiliskipulagi eins og sífellt er verið að gera t.a.m. með Skarðshlíðina.

Ástand bygginamála í bænum er nú orðið mjög alvarlegt og verktakar stórir sem smáir farnir að leita annað og sumir þegar farnir úr bænum.  Þessi staða er grafalvarleg. Þessu ætlar Miðflokkurinn breyta og koma í skilvirkari farveg.

Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði varð 50 ára 13. janúar á þessu ári og eru félagsmenn um 150. Í gegnum árin hefur félagið fylgst náið með skipulags og byggingamálum í bænum.

Svo virðist sem þau mál hafi verið í hálfgerðum ólestri síðan Norðurbærinn byggðist. Framboð lóða hefur verið mjög stopult og valdið með því óþarfa seinagangi við nauðsynlega uppbyggingu bæjarins.

Skipulag Skarðhlíðarinnar var í upphafi skýrt og í góðu lagi. Vandamálin byrja þegar að farið er að hræra og breyta skipulagi hversins með tilheyrandi kostnaði. Meistarafélag iðnaðarmanna með Ágúst Pétursson byggingameistara sem formann gerði í tengslum við þessar skipulagsbreytingar ítarlegar athugasemdir með viðeigandi tillögum til úrbóta. Það er skemmst frá því að segja að ekkert af þeim tillögum sem Meistarafélagið lagði fyrir Bygginga- og skipulagsráð fékk hljómgrunn. Tillögurnar voru að engu hafðar.

Ef það springur dekk á bílnum þá þurfum við að skipta um dekk. Setjið því x við M, Miðflokkinn á kjördag.

 

Gísli Sveinbergsson málarameistari

skipar 4. sæti á lista Miðflokksins