Vetrarfrí voru í grunnskólum bæjarins í liðinni viku og vikunni þar áður. Margir skelltu sér á skíði í öðrum landshlutum, eða nutu útiveru á annan hátt. Veðrið hér við suðvesturströndina var ekki skaplegt og voru því fjölmargir sem nýttu sér það sem Hafnarfjarðarbær bauð upp á að gera innandyra á vetrarfrísdögunum. Fjarðarpósturinn kíkti við í smáhúsagerð í Hafnarborg og slímgerð í Bókasafni Hafnarfjarðar. 

Myndir: OBÞ.

 

Myndir: OBÞ