Hafnfirska fyrirtækið Myndform býður í samstarfi við Poppoli Pictures og Bíó Paradís  til sölu kvikmyndina Kurteist fólk á DVD formi.

Hafnfirðingurinn Stefán Karl Stefánsson fór með aðalhlutverkið í myndinni (frá 2011) sem tekin var upp í Búðardal sumarið 2009 en Stefán hefur á undanförnum mánuðum barist hetjulega við krabbamein sem nú hefur tekið sig upp aftur.

Allur ágóði rennur í menntasjóð barna Stefáns Karls Stefánssonar og Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur.

Eintakið selst á 1.250.- kr og áhugasamir geta keypt beint af skrifstofu Myndform, Trönuhrauni 1 í Hafnarfirði eða í miðasölu Bíó Paradís, Hverfisgötu 54, Reykjavík. Sjá hlekki í inngangi efst í textanum.

Til að fá myndina senda utan höfuðborgarsvæðisins er hægt að senda pöntun í gegn um tölvupóst: kurteistfolk@myndform.is.