harry_potterMikið var um dýrðir á Bókasafni Hafnarfjarðar 26. júní síðastliðinn þegar liðin voru 20 ár frá útgáfu fyrstu bókarinnar um Harry Potter. Bækurnar um frægasta galdrastrák heims voru settar í útstillingu.

Gestum bókasafnsins bauðst að föndra Hedwig- og/eða Fawkes-skutlur á barna- og unglingadeildinni. Hægt var að skoða bókarkafla úr Harry Potter bókunum á yfir 10 tungumálum. Mest var þó lagt í sérstakan Harry Potter-þematengdan ratleik um allt bókasafnið. Það var líf og fjör á safninu allan daginn og þátttakan í ratleiknum einstaklega góð. Styrmir Snær Árnason hreppti hnossið í ratleiknum og hlaut hann þessa glæsilegu Harry Potter litabók að launum. Starfsfólk bókasafsins vil koma áleiðis þökkum til allra sem lögðu leið sína á safnið á þessum skemmtilega degi. Auk þess er sumarlestur Bókasafns Hafnarfjarðar í fullum gangi og eru allir krakkar sem farnir eru að lesa sjálfir hvattir til þess að kíkja á bókasafnið og skrá sig til leiks.

 

Mynd: Styrmir Snær með vinninginn.