Hanna Þóra Helgadóttir heiti ég og er 29 ára Hafnfirðingur. Ég ólst upp á Suðurgötunni og gatan minnti einni helst á amerískan sjónvarpsþátt þar sem allir nágrannarnir flökkuðu á milli húsa í kaffi og áramótin voru oft alsherjar götuhátíð þar sem allir tóku þátt í. Núna búum við fjölskyldan á völlunum og líkar mjög vel.

Ég hef rosalega mikinn áhuga á eldamennsku, bakstri, veisluhugmyndum og skreytingum og sýni mikið frá því á snappinu mínu í bland við annað hversdagslíf. Ég er mikið að prófa mig áfram í Sous vide eldamennsku þessa dagana og ætla að taka ofur janúarmánuð með heilsuna í fyrsta sæti.

Ég er nýútskrifuð úr viðskipta- og markaðsfræði frá Háskólanum á Akureyri en þeir eru einmitt með fjarstað í gamla lækjarskóla og því var stutt að skjótast í skólann fyrir mig. Ég starfa einnig sem flugfreyja hjá Icelandair á sumrin og ferðast því víða um heim ásamt því að vera lærður snyrtifræðingur. Ég er að blogga á Fagurkerar.is um allt mögulegt og reyni að vera dugleg að setja inn skemmtilegar uppskriftir.

Hanna Þóra skorar á Anítu Estívu vinkonu sína og meðbloggara (anitaestiva) að kynna sig næst.