Ég heiti Tinna Freysdóttir og er nýorðin 29 ára, gift tveggja barna móðir. Ég er innfluttur andskoti en tel mig samt 100% Hafnfirðing, enda búin að búa hér síðan ég var 5 ára. Ég ólst upp á Holtinu og seinna meir á Álfaskeiðinu og gaman að segja frá því að ég bý þar í dag, hef s.s. búið í 3 blokkum í götunni, enda besta gata bæjarins!

Ég opnaði snappið fyrir rúmu ári þar sem ég var hvort sem er mjög virk á snappinu og fannst þetta mjög gaman og ákvað að slá til. Ég myndi klárlega flokkast sem mömmusnappari með mjög persónulegu ívafi. Ég er ég sjálf á snappinu og er ekki með neina glansmynd í gangi, mínir fylgjendur vita það að ég sýni lífið mitt eins og það er og hafa gengið með mér í gegnum súrt og sætt.

Ég er að vinna hjá Heimkaup, er nýbyrjuð þar og líkar mjög vel. Ég lærði ferðamálafræði í HÍ og tók viðskkiptafræði sem aukagrein og útskrifaðist í febrúar síðastliðinn. Mér finnst skemmtilegast að chilla með fjölskyldunni minni, kíkja í bíó, fara í ferðalög og hitta vinkonur mínar. Ég blogga á fagurkerar.is og byrjaði þar stuttu eftir að ég opnaði snappið mitt og blogga um bara allt sem mér dettur í hug, bæði persónulegar færslur, uppskriftir og fleira.

Ég skora á fellow bloggara hjá Fagurkerum og vinkonu mína hana Hönnu Þóru (hannsythora).