Á laugardaginn kemur, 10. mars, verður haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði. Allir þeir sem skráðir eru í sjálfstæðisfélag hér í bænum hafa kosningarétt.  Ég býð mig fram í 3. sæti í þessu prófkjöri.

Mig langar að greina frá nokkrum atriðum sem mér finnst skipta miklu máli fyrir Hafnarfjörð og Hafnfirðinga, atriðum sem ný bæjarstjórn þarf að hafa ofarlega í huga.

  • Tryggja þarf að bæjarbúar njóti alltaf nauðsynlegrar grunnþjónustu

 

  • Að alltaf sé til nægt framboð lóða til íbúðarbygginga og lóða fyrir atvinnureksturinn. Lóðir séu ekki notaðar til óhóflegrar skattheimtu

 

  • Beytt sé hófsemd í túlkun og framkvæmd á reglum og reglugerðum sem lúta að einstaklingum og atvinnulífinu

 

  • Stuðla þarf að markvissri uppbyggingu miðbæjar Hafjarfjarðar

 

Ég geng til kosninga með þessum orðum;  „Það sem Hafnfirðingar vilja, mun ég vinna að“

 

Magnús Ægir Magnússon

Rekstrarhagfræðingur