Tónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar, Kórs Flensborgarskóla og Flensborgarkórsins fóru fram í troðfullum útkallssal Björgunarsveitar Hafnarfjarðar fyrir skömmu og yfir 500 gestir mættu og hlýddu á tónlist úr þekktum kvikmyndum og tölvuleikjum.

Þegar langt var liðið á tónleikana kölluðu stjórnendurnir, Hrafnhildur Blomsterberg og Rúnar Óskarsson, fulltrúa björgunarsveitarinnar „upp á svið“ og færðu sveitinni 100 þúsund króna styrk með þökkum fyrir lánið á húsnæðinu og óeigingjarna samvinnu. Fjarðarpósturinn var á staðnum og smellti af meðfylgjandi myndum.

Myndir: Olga Björt.

Forsíðumynd: Fv. Brynjar Óskarsson, Ragnheiður Guðjónsdóttir, fulltrúi björgunarsveitarinnar, Rúnar Óskarsson, stjórnandi lúðrasveitarinnar, Hrafnhildur Blomsterberg, stjórnandi kóranna og tveir fulltrúar kóranna beggja.