Árlegt þorrablót var haldið á Hrafnistu í Hafnarfirði á dögunum. Minni karla flutti María Fjóla Harðardóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna og minni kvenna Jón Svanberg Hjartarson frá Landsbjörgu. Guðrún Gunnarsdóttir söngkona skemmti ásamt Böðvari Guðmundssyni harmonikkuleikara.