Framundan eru sveitarstjórnarkosningar og í aðdraganda þeirra má eðlilega búast við meira flæði aðsendra greina en venjulega. Fjarðarpósturinn er frjáls og óháður miðill og við viljum kappkosta að bjóða lesendum okkar upp á fjölbreytt efni.

Það sem fjölbreytnin felur í sér er líka að lesendur hafi möguleika á sjá greinar frá flestum eða öllum framboðsöflum, innan um greinar annars eðlis.

Við minnum á að skilafrestur fyrir aðsendar greinar er í síðasta lagi á hádegi á þriðjudegi, en við verðum þó að vita af þeim fyrr, eða í síðasta lagi á hádegi á mánudegi. Greinarnar mega ekki vera lengri en 250 orð og mjög gott er að fá mynd með sem tekin er þversum (landscape), það auðveldar okkur vinnuna við að segja hana á vefinn.

Með óskum um góða samvinnu,

Starfsfólk Fjarðarpóstsins.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd: pngtree