Tilkynning frá Almannavörnum: Stórbruni í Garðabæ veldur því að eitraðan reyk leggur yfir íbúabyggð í Hafnarfirði og á Álftanesi. Fólk er beðið að halda sig innandyra, loka gluggum og hækka hitastigið ef það verður vart við reyk. Bæði slökkvilið og lögregla eru á staðnum, auk annarra viðbragðsaðila, og er fólk vinsamlegast beðið að halda sig fjarri brunavettvangi, bæði vegna hugsanlegrar eitrunar og einnig til að gera viðbragðsaðilum kleift að vinna sína vinnu.

Eldur kviknaði á níunda tímanum í morgun í atvinnuhúsnæði í Garðabæ. Mikill reykur er á staðnum og er slökkvilið enn að störfum að reyna að yfirbuga eldinn í byggingunni. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur kallað út allan mannskap vegna eldsvoðans, líka þá sem eru á frívakt og er þar einnig hópur sem er á námskeiði hjá slökkviliðinu, er fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar, auk björgunarsveita. Í Miðhrauni 4 eru fyrirtækin Icewear og Geymslur.is og er húsið við hlið fyrirtækisins Marel.

Meðfylgjandi myndir tók Olga Björt ritstjóri á vettvangi rétt áðan.

Þarna sést hver víða reykurinn berst. Mynd OBÞ.