Guðrún Helga Sörtveit er 24 ára hafnfirðingur og býr í gamla vesturbænum. Hún er uppalin í Hafnarfirði og var í Lækjarskóla. Eftir það hélt leiðin í Flensborg. Guðrún Helga var snappari vikunnar fyrir skömmu.

„Síðan tók ég mér tveggja ára pásu frá skóla og fór að vinna á leikskólanum Álfabergi, þannig það má segja að ég tók alveg þennan týpiska hafnfirðing á þetta. Það var æðislegt að alast upp í Hafnarfirði en ég og allar mínar bestu vinkonur bjuggum nánast hlið við hlið eða það var alltaf stutt gönguferð á milli okkar. Á meðan ég var í pásu frá bóklegu námi fór ég í förðunarskóla og í enskuskóla í L.A. í Bandaríkjunum. Þetta voru æðisleg tvö ár, ég lærði heilmikið og fann út hvað ég vildi gera. Síðan þegar ég byrjaði í háskóla þá ákvað ég eiginlega upp á gamanið að opna snapchat (gsortveitmakeup), aðallega til að sýna förðun og auglýsa mig sem förðunarfræðing. Þetta varð síðan miklu stærra en ég átti von á og núna er ég byrjuð að blogga á Trendnet og er virk á öllum helstu samfélagsmiðlunum. Ég legg aðallega áherslu á snyrtivörur á snapchatinu mínu og á hinum miðlunum mínum en sýni samt líka annað sem mér finnst áhugavert.“

 

Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit

Blogg: Trendnet.is