Á Björtum dögum býður Hljóma börnum á aldrinum 3 – 6  ára í tónlistarstundir við Austurgötu 38. Þar gefst þeim tækifæri til að kynnast barnahörpunni og komast í snertingu við einstakan hljómheim hennar, en hljóðfærið er sérhannað og tilvalið fyrir yngsta tónlistarfólkið.

Barnahörpuna er nálgast á hreyfandi og skapandi máta einstök stund búin til saman í litlum hóp. Gestgjafi er Inga Björk Ingadóttir, músíkmeðferðarfræðingur og tónlistarkennari, og einnig eigandi Hljómu. Það verður heitt á könnunni, bakkelsi og drykkir í boði fyrir börnin og foreldra. Gæðastund fyrir fjölskylduna í hjarta bæjarins.