Tryggvi Rafnsson, leikari, hefur verið ráðinn kosningastjóri fyrir Framsókn og óháða í komandi sveitarstjórnarkosninum þann 26. maí næskomandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stjórnmálaflinu. 
Tryggvi er menntaður leikari frá Rose Bruford háskólanum í London. Hefur tekið að sér fjölmörg verkefni eins og veislu- og viðburðarstjórnun. Samhliða leiklistarverkefnum starfar Tryggvi sem sviðslistakennari í Öldutúnsskóla.

,,Ég tek að mér þetta verkefni vegna þess að ég hef trú á þessu og veit að hægt er að gera margt betur hér í bæ. Einnig hugnast mér vel aðferðafræðin sem framboðið ætlar að beita í samstarfi eftir kosningar en það er mikil og góð samvinna allra kjörinna fulltrúa. Famsókn og óháðir eru með það að markmiðið að ná til allra og auka sátt almennt í bæjarfélaginu.“,,Ég hlakka til að takast á við þetta verkefni með því frábæra fólki sem kemur að þessu framboði.”
Tryggvi Rafnsson

Forsíðumynd: ÓMS.