Þegar Heiða Ágústsdóttir, Hafnfirðingur og verkefnastjóri garðyrkju og skógræktar hjá Mosfellsbæ, gerir lasagna þá er yfirleitt tekið til í kælinum og hún notar það grænmeti sem hún á í það sinnið. „Ég fer yfirleitt aldrei eftir mælieiningum og nota það sem mér finnst gott og elda nánast aldrei nema hafa hvítlauk og vel af honum. Heiða deilir með okkur uppskrift sem hún notaði einmitt fyrir ekki svo löngu síðan.

 

Hráefni

6 pastaplötur

1 laukur

4 litlar gulrætur

1 paprika rauð

nokkrir kirsuberjatómatar

skinka (að vild)

maukaðir tómatar

hakk

ostur

 

Krydd

Paprika

Pasta explotion

Smá chili flögur

Salt og pipar

 

Sósa

Hvít sósa (uppstúfur)

Kotasæla

Parmesan ostur

Pipar ostur

 

„Ég byrja á því að setja pastaplöturnar í bleyti. Síðan steiki ég allt grænmetið saman á pönnu þangað til það verður mjúkt, bæti þá hakkinu út í og krydda yfirleitt bara með því kryddi sem er til. Í þetta skiptið notaði ég papriku, pasta explotion og smá chilli. Þegar hakkið er steikt bæti ég maukuðum tómötum út í og læt þetta malla í svona 20-30 min. Á meðan bý ég til hvítu sósuna. Ég er mikil ostafrík og í hvítu sósuna fer kotasæla, parmesan ostur og piparostur, þetta voru ostar sem voru til í ísskápnum og ég notaði restar, þetta hafa verið ca hálfur af hvoru og ein lítil dós af kotasælu. Þá er komið að því að raða í eldfast mót fyrst hakk, svo pastaplötur og svo hvít sósa. Þetta fer svo allt saman í ofn á ca 180-200°c í 15 mínútur tek út set ost yfir og vel af honum og aftur inní ofn í 15 mínútur. “

Þetta er svo borið fram með hvítlauksbrauði og fersku salati.