Ein fjölförnustu gatnamót í Hafnarfirði eru á mótum Álfaskeiðs og Flatahrauns. Eftir fjölmargar ábendingar frá bæjarbúum um að þessi gatnamót væru varhugaverð, birtum við myndband á Facebook síðu okkar sem tekið var upp með dróna. Ekki þurfti nema fjórar mínútur af upptöku til að sjá hætturnar sem leynast þarna á háannatíma. Fjarðarpósturinn leitaði svara hjá Lögreglunni í Hafnarfirði og Hafnarfjarðarbæ. 


Börn á ýmsum aldri eru meðal þeirra sem leita í verslanakjarnann þar sem gamla Ofnasmiðjan var til að kaupa sér næringu. Í nágrenninu eru Lækjarskóli, Brettafélag Hafnarfjarðar, Fimleikafélagið Björk og FH. Nokkrir foreldrar sögðust beinlínis óttast um börnin sín sem hlypu jafnvel þvert yfir Flatahraunið. Næsta gangbraut er hinum megin við lögreglustöðina því upphækkunin við enda Álfaskeiðs er ekki gangbraut, heldur svokallað 30 km hlið sem markar upphaf hverfis með 30 km hámarkshraða. Gangbrautir eru aldrei svona nálægt gatnamótum enda engin gangbrautarmerki þarna en bílar gjarnan stöðvaðir hálfir eða heilir úti á stofnæðinni til að hleypa gangandi vegfarendum

Margeir Sveinsson

„Það þarf að gera eitthvað í þessu“

Margeir Sveinsson, stöðvarstjóri Lögreglustöðvarinnar við Flatahraun, segir að Lögreglan hefði fyrir töluverðu síðan komið með tillögu til Hafnarfjarðarbæjar um að laga þyrfti þessi gatnamót. „Það er svo bæjarins að koma með tillögur að skipulagsbreytingum sem síðan eru sendar Lögreglustjóranum til umsagnar. Eina sem við getum gert hjá lögreglunni er að koma með ábendingar. Það þarf að gera eitthvað í þessu. Við getum ekki farið í að setja menn þarna til að stýra umferð. Við höfum ekki mannskap í það vegna annarra verkefna,“ segir Margeir.

Vinsældir verslana og umferð jukust

Hjá Hafnarfjarðarbæ svaraði Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu. Hann segir að skipulagið sem lagt hafi verið upp með í upphafi sýni þrjár innkeyrslur inn á lóð Krónunnar; frá Flatahrauni, frá Bónus-svæðinu og frá Helluhrauni. (Þó er lokuð leiðin á milli bílaplana Bónuss og Krónunnar). „Vinsældir verslananna á þessu svæði urðu margfalt meiri en búist var við og umferð jókst samkvæmt því. Eins nota töluvert færri þann möguleika að aka til og frá Krónusvæðinu frá Helluhrauni en búist var við. Það gæti verið vegna þess að færri átta sig á þeim möguleika. Eina sem breyttist frá upphaflegu skipulagi frá lóðarhafanum Festi hf. var stærra hús fyrir verslunarkjarnann.“

Vinsældir verslana og umferð jukust

Hjá Hafnarfjarðarbæ svaraði Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu. Hann segir að skipulagið sem lagt hafi verið upp með í upphafi sýni þrjár innkeyrslur inn á lóð Krónunnar; frá Flatahrauni, frá Bónus-svæðinu og frá Helluhrauni. (Þó er lokuð leiðin á milli bílaplana Bónuss og Krónunnar). „Vinsældir verslananna á þessu svæði urðu margfalt meiri en búist var við og umferð jókst samkvæmt því. Eins nota töluvert færri þann möguleika að aka til og frá Krónusvæðinu frá Helluhrauni en búist var við. Það gæti verið vegna þess að færri átta sig á þeim möguleika. Eina sem breyttist frá upphaflegu deiliskipulagi frá lóðarhafanum Festi hf. var stærra hús fyrir verslunarkjarnann.“

Framkvæmdir fljótlega á nýju ári

Sigurður segir að ekki liggi fyrir heildar deiliskipulag fyrir Hraunin. Deiliskipulag hafi verið unnið fyrir einstakar lóðir þar á meðal Flatahraun 13. „Hjá Hafnarfjarðarbæ er verið að vinna í lausnum á þessum gatnamótun samhliða FH-hringtorginu. Þetta gengur engan veginn svona eins og það er.“

Farið verður í formlega vinnu  í samráði við lóðarhafa, en vinnan sé þó  hafin innanhúss hjá Hafnarfjarðarbæ. Áætlað er að fara í framkvæmdir sem fyrst á næsta ári. „Við höfum engar bráðabirgðalausnir núna en hvetjum fleiri til að nota Helluhraunsleiðina frá Fjarðarhrauni inn á þetta svæði. Öll umferð hefur aukist í bænum og stökkbreyting orðið á Reykjanesbraut og þar með talið hringtorginu við Fjarðarhraun. Allar framkvæmdir verða hugsaðar út frá öryggisjónarmiðum. Við getum ekki látið þetta vera svona lengi,“ segir Sigurður.