Karlalið Hauka í körfuknattleik spilar til undanúrslita í Maltbikarkeppninni núna á miðvikudaginn 10. janúar gegn Tindastóli og hefst leikurinn kl. 20:00. Leikurinn fer fram í Laugardalshöll.

Lið Hauka fór síðast í Höllina árið 1996 og stóð þá uppi sem bikarmeistari en núna eru undanúrslitin einnig spiluð í Höllinni. Það er því ljóst að mikil eftirvænting er eftir leiknum og ljóst að liðið ætlar sér að fara alla leið.

Lið Hauka er á miklu flugi og er sem stendur á toppi úrvalsdeildarinnar og er ljóst að þetta er með starkari liðum sem deildin hefur átt í áraraðir.

Hægt er að fá miða á leikinn inn á vefslóðinni http://korfubolti.is og verða þeir svo afhendir á leikdag á Ásvöllum.

Haukar vonast til að sjá sem flesta bæjarbúa í Höllinni á miðvikudaginn.

Mynd: Axel Finnur Gylfason.