Í fyrsta skipti í fimm ára sögu Heima-hátíðarinnar seldust upp allir miðar. Vinsældir hátíðarinnar hafa farið stigvaxandi á milli ára og að sögn skipuleggjenda gekk allt að óskum og fjöldi manns lagði leið sína á milli staða, sem kyrfilega voru merktir með blöðrum og kortlagðir á dagskrárblöðungi. Eins og aðrir hátíðargestir gerðum við okkur heimakomin og fönguðum einstaka stemninguna. 

Myndir: Olga Björt og Freyja Gylfadóttir.