Eins og glöggir vegfarendur um miðbæ Hafnarfjarðar hafa vafalaust tekið eftir hafa tvö útilistaverk bæjarins fengið andlitslyftingu í haust. Um er að ræða tvö járnverk, The Golden Gate eftir Elizu Thoenen Steinle sem stendur á Víðistaðatúni og verk Sverris Ólafssonar sem stendur við Strandgötu.

Bæði verkin voru tekin af stalli sínum og flutt í Vélsmiðju Orms og Víglunds hér í Hafnarfirði. Þar voru þau sandblásin og ryðvarin. Þau hafa síðan verið máluð og tók Skúli Magnússon umsjónarmaður fasteigna í Hafnarborg að sér að mála verk Sverris, enda krefst það nákvæmni að gera verkið upp svo vel sé. Verkin eru nú bæði komin á sinn stað aftur og standa vonandi af sér veður og vind næstu 10 árin.

Myndir af Facebook síðu Hafnarborgar