25 unglingar úr Öldutúnsskóla gengu fyrir skömmu yfir Fimmvörðuháls, flest í fyrsta skipti, og var um að ræða valgrein í unglingadeild, 8-10 bekk. Þetta í annað skipti sem skólinn býður upp á slíka valgrein á haustönn og hafa báðar ferðirnar tekist með eindæmum vel.

Að sögn kennara þeirra, Guðrúnar Helgu Kristjánsdóttur, stóðu krakkarnir sig afar vel og komu heim stolt og ánægð með jákvæða reynslu og minningar í farteskinu. Guðrún hefur ásamt Halldóru Pálmarsdóttur haldið utan um þessa valgrein og einnig boðið upp á útivistarval í nokkur ár þar sem farið er í styttri ferðir með það að markmiði að prófa ýmsa þætti útivistar s.s.fjallgöngur, skíði, hjólreiðar, sjósund o.fl.

 

Myndir: aðsendar frá kennurunum.