Bíll valt á mótum Hafnarfjarðarvegar og Álftanesvegar í morgun. Engin slys urðu á fólki en nokkrar tafir urðu á umferð. Samkvæmt upplýsingum lögreglu segist maðurinn hafa vafra á netinu við akstur sem hafði þessar afleiðingar. RÚV greinir frá.

Þar segir einnig að lögregla brýni fyrir ökumönnum að hafa athyglina við aksturinn og láti símann í friði rétt á meðan ekið er.

Mynd: Nálægt gatnamótunum þar sem veltan átti sér stað.